Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 15:00 Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Menning Akureyri Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun