Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 15:00 Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Menning Akureyri Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun