Fríar tíðavörur í grunnskólum Reykjavíkurborgar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2021 11:00 Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda. Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns. Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda. Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns. Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar