Stefnt á að opna nýjan ungbarnaleikskóla í Bríetartúni í ár Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 09:15 Hörgull hefur verið á leikskólaplássum í Reykjavík, sérstaklega fyrir yngstu börnin. Vísir/Vilhelm Pláss verður fyrir sextíu börn á aldrinum tólf mánaða til þriggja ára á nýjum ungbarnaleikskóla í Bríetartúni sem Reykjavíkurborg ætlar að taka í notkun fyrir lok þessa árs. Opnun leikskólans er liður í áformum borgaryfirvalda um að fjölga plássum svo hægt sé að bjóða börnum allt frá tólf mánaða aldri leikskólavist. Húsnæðið fyrir nýja leikskólann verður afhent í síðasta lagi 1. nóvember og á hann að taka til starfa fyrir lok þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í leikskólanum verða fjórar deildir, fullbúið framleiðslueldhús, starfsmannaaðstaða og útileiksvæði. Hann verður innréttaður sérstaklega fyrir umönnun ungra barna. Samkvæmt áætlun borgarstjórnarmeirihlutans er stefnt að því að fjölga leikskólarýmum um 700 til 750 á árunum 2019 til 2023 svo að hægt sé að bjóða yngri börnum vist. Það á að gera með því að reisa nýja leikskóla, byggja við þá sem fyrir eru og fjölga deildum við starfandi leikskóla, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir plássi er mikil. Í tilkynningunni segir að til skoðunar sé að fjölga rúmum töluvert meira á tímabilinu, meðal annars með því að nýta húsnæði í borgarlandinu meðfram því að byggja nýtt. Tillagan um leikskólann í Bríetartúni sé hluti af endurskoðun áætlunarinnar. Hún feli í sér að borgin taki á leigu húsnæði miðsvæðis í hverfi þar sem mikil spurn er eftir leikskólarýmum. Til greina er sagt koma að sami stjórnandi verði yfir nýja leikskólanum í Bríetartúni og öðrum fyrirhuguðum ungbarnaleikskóla við Hallgerðargötu 1 á Kirkjusandi sem stefnt er á að opna á næsta ári. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Húsnæðið fyrir nýja leikskólann verður afhent í síðasta lagi 1. nóvember og á hann að taka til starfa fyrir lok þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í leikskólanum verða fjórar deildir, fullbúið framleiðslueldhús, starfsmannaaðstaða og útileiksvæði. Hann verður innréttaður sérstaklega fyrir umönnun ungra barna. Samkvæmt áætlun borgarstjórnarmeirihlutans er stefnt að því að fjölga leikskólarýmum um 700 til 750 á árunum 2019 til 2023 svo að hægt sé að bjóða yngri börnum vist. Það á að gera með því að reisa nýja leikskóla, byggja við þá sem fyrir eru og fjölga deildum við starfandi leikskóla, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir plássi er mikil. Í tilkynningunni segir að til skoðunar sé að fjölga rúmum töluvert meira á tímabilinu, meðal annars með því að nýta húsnæði í borgarlandinu meðfram því að byggja nýtt. Tillagan um leikskólann í Bríetartúni sé hluti af endurskoðun áætlunarinnar. Hún feli í sér að borgin taki á leigu húsnæði miðsvæðis í hverfi þar sem mikil spurn er eftir leikskólarýmum. Til greina er sagt koma að sami stjórnandi verði yfir nýja leikskólanum í Bríetartúni og öðrum fyrirhuguðum ungbarnaleikskóla við Hallgerðargötu 1 á Kirkjusandi sem stefnt er á að opna á næsta ári.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira