Kröftugra rennsli í öðrum af litlu gígunum tveimur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 06:33 Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sást víða mjög vel á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hvorki hafi opnast ný sprunga á eldstöðvunum í Geldingadal né nýr gígur. Hins vegar virðist sem hraunrennslið í öðrum af minni gígunum tveimur hafi orðið kröftugra og spurning hvort gígarnir tveir hafi sameinast í einn stærri. „Þetta voru upphaflega þrír gígar, þessi stóri og tveir litlir. Svo allt í einu í gær þá fór annar þessi minni að verða kröftugri þannig að það kemur í ljós í dag hvort þeir hafi sameinast í einn,“ segir Sigþrúður. Annars sé staðan í gosinu svipuð og verið hefur. Frá miðnætti hafa svo mælst 114 jarðskjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa allir verið í minni kantinum. Stríður straumur fólks var að gosstöðvunum í gær en eftir klukkan 17 var svæðinu lokað og það rýmt vegna hættu á gasmengun þegar vindur datt niður. Rætt var um það að í staðan í dag gæti orðið svipuð og því ekki ráðlagt að leggja í göngu til að berja gosið augum. Sigþrúður segir stöðuna án efa verða metna nú í morgunsárið með tilliti til veðurspárinnar og hvort óhætt sé þá að opna svæðið á ný. Almannavarnir taki ákvörðun um það. Búið sé að koma veðurstöð fyrir á gosstöðvunum og eins og staðan sé akkúrat núna í morgunsárið þá mælist vindur átta til níu metrar á sekúndu og allt að ellefu metrar á sekúndu í hviðum. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hins vegar virðist sem hraunrennslið í öðrum af minni gígunum tveimur hafi orðið kröftugra og spurning hvort gígarnir tveir hafi sameinast í einn stærri. „Þetta voru upphaflega þrír gígar, þessi stóri og tveir litlir. Svo allt í einu í gær þá fór annar þessi minni að verða kröftugri þannig að það kemur í ljós í dag hvort þeir hafi sameinast í einn,“ segir Sigþrúður. Annars sé staðan í gosinu svipuð og verið hefur. Frá miðnætti hafa svo mælst 114 jarðskjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa allir verið í minni kantinum. Stríður straumur fólks var að gosstöðvunum í gær en eftir klukkan 17 var svæðinu lokað og það rýmt vegna hættu á gasmengun þegar vindur datt niður. Rætt var um það að í staðan í dag gæti orðið svipuð og því ekki ráðlagt að leggja í göngu til að berja gosið augum. Sigþrúður segir stöðuna án efa verða metna nú í morgunsárið með tilliti til veðurspárinnar og hvort óhætt sé þá að opna svæðið á ný. Almannavarnir taki ákvörðun um það. Búið sé að koma veðurstöð fyrir á gosstöðvunum og eins og staðan sé akkúrat núna í morgunsárið þá mælist vindur átta til níu metrar á sekúndu og allt að ellefu metrar á sekúndu í hviðum. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira