Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:45 Formaður Samfylkingarinnar sakar ríkisstjórnina um að leysa eigi aukið atvinnuleysi á næstu árum með niðurskurði og skattahækkunum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir. Í kynningu á fjármálaáætlun í gær sagði fjármálaráðherra aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa skilað miklum árangi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist í fyrra og samdráttur í efnahagslífinu verið mun minni en reiknað hefði verið með. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að samkvæmt þessari fjármálaáætlun yrðu 35 prósent fleiri atvinnulausir á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun fyrir jól. Það væru rúmlega fimm þúsund manns. Logi Einarsson segir að nú séu 35 prósent fleiri án atvinnu en áætlanir fyrir jól hefðu gert ráð fyrir.Vísir/Vilhelm „Í kynningunni skautar ríkisstjórnin svo algerlega framhjá því að það er gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi í lok tímabilsins 2023. Það er fimmtíu milljarða kostnaður fyrir ríkissjóð á hverju ári. Sá kostnaður mun haldast um ókomna tíð ef ekki verður ráðist að rót vandans sem er fjölda atvinnuleysið,“ sagði Logi. Ef svartsýnustu spár gengju eftir ætti hiins vegar að grípa til „afkomubætandi“ ráðstafana sem þýddi niðurskurð og eða skattahækkanir. „Það er ekkert sérlega geðsleg pólitík sýn sem felst í því að sætta sig við áframhaldandi atvinnuleysi en hóta svo með ótilgreindum niðurskurðartillögum í lok tímabilsins til þess eins að ná einhverju sérstöku óska skuldahlutfalli,“ segir Logi. Forsætisráðherra segir allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á að tryggja afkomu fólks og vinna gegn langtíma atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samhengið skipta máli þar sem ríkisstjórnin hefði beitt sér til að draga úr efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Mesta hættan stafaði af langtíma atvinnuleysi. „Þess vegna snúast aðgerðir ríkisstjórnarinnar nákvæmlega um þetta. Að tryggja ráðningarsamband fólks. Að tryggja afkomu fólks. Tryggja það að við sköpum fleiri störf. Við munum sjá núna aukningu í fjárfestingum ríkisins. Það hefur töluvert verið rætt um opinbera fjárfestingu, hlut ríkis og sveitarfélaga í henni þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Í kynningu á fjármálaáætlun í gær sagði fjármálaráðherra aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa skilað miklum árangi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist í fyrra og samdráttur í efnahagslífinu verið mun minni en reiknað hefði verið með. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að samkvæmt þessari fjármálaáætlun yrðu 35 prósent fleiri atvinnulausir á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun fyrir jól. Það væru rúmlega fimm þúsund manns. Logi Einarsson segir að nú séu 35 prósent fleiri án atvinnu en áætlanir fyrir jól hefðu gert ráð fyrir.Vísir/Vilhelm „Í kynningunni skautar ríkisstjórnin svo algerlega framhjá því að það er gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi í lok tímabilsins 2023. Það er fimmtíu milljarða kostnaður fyrir ríkissjóð á hverju ári. Sá kostnaður mun haldast um ókomna tíð ef ekki verður ráðist að rót vandans sem er fjölda atvinnuleysið,“ sagði Logi. Ef svartsýnustu spár gengju eftir ætti hiins vegar að grípa til „afkomubætandi“ ráðstafana sem þýddi niðurskurð og eða skattahækkanir. „Það er ekkert sérlega geðsleg pólitík sýn sem felst í því að sætta sig við áframhaldandi atvinnuleysi en hóta svo með ótilgreindum niðurskurðartillögum í lok tímabilsins til þess eins að ná einhverju sérstöku óska skuldahlutfalli,“ segir Logi. Forsætisráðherra segir allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á að tryggja afkomu fólks og vinna gegn langtíma atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samhengið skipta máli þar sem ríkisstjórnin hefði beitt sér til að draga úr efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Mesta hættan stafaði af langtíma atvinnuleysi. „Þess vegna snúast aðgerðir ríkisstjórnarinnar nákvæmlega um þetta. Að tryggja ráðningarsamband fólks. Að tryggja afkomu fólks. Tryggja það að við sköpum fleiri störf. Við munum sjá núna aukningu í fjárfestingum ríkisins. Það hefur töluvert verið rætt um opinbera fjárfestingu, hlut ríkis og sveitarfélaga í henni þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira