Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:10 Eldgos við Fagradallsfjall. RAX Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27