Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Gunnar Guðbjörnsson skrifar 23. mars 2021 11:57 Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun