Staðfestir höfnun á innflutningi fugla sem voru aflífaðir fyrir þremur árum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:41 Skrautfuglarnir voru af mörgum stærðum og gerðum. Þeirra á meðal voru gárar eins og þessi. Stöð 2 Tæpur þremur árum eftir að á þriðja hundrað skrautfuglar voru aflífaðir að kröfu Matvælastofnunar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að hafna innflutningi á fuglunum. Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni. Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni.
Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira