Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 14:44 Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Gengið er frá lokunarpósti á Suðurstrandarvegi rétt austan megin við Grindavík. Um átta kílómetra göngu er að ræða. Til skoðunar er að útbúa bílastæði nærri gossvæðinu fyrir göngufólk. Vísir/Loftmyndir ehf Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira