Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 10:54 Lögreglumenn handtóku fjölda manns á Miami-strönd fyrir að virða ekki sóttvarnareglur og útgöngubann um helgina. AP/Pedro Portal/Miami Herald Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira