Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 10:54 Lögreglumenn handtóku fjölda manns á Miami-strönd fyrir að virða ekki sóttvarnareglur og útgöngubann um helgina. AP/Pedro Portal/Miami Herald Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira