Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 20:56 Björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um týndan göngumann. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð. „Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14
Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39