Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. mars 2021 14:17 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við gosstöðvarnar í dag. Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. „Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira