Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 21. mars 2021 10:42 Eldgos í Geldingadal við Fagradallsfjall hófst á föstudagskvöldið. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. „Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira