Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. mars 2021 09:14 Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í Geldingadal í nótt og einhverjir gistu þar í tjöldum. Þessi mynd var tekin rétt upp úr klukkan sjö. Vísir/Lillý Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. Útlit er fyrir að hraunflæði hafi aukist í nótt. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Jakob Þór Gíslason úr Björgunarsveitinni Ársæli, hafa staðið vaktina í Geldingadal síðan níu í gærkvöldi og segja það hafa gengið vel í samtali við fréttastofu nú í morgunsárið. Ingólfur segir margt fólk hafa lagt leið sína í Geldingadal og það hafi verið misvel búið. Hann segir að margir hefði mátt búa sig betur undir ferðina. Þá hafi margir gefist upp á leiðinni. Jakob segir marga hafa lagt seint af stað. Erfitt sé að ganga um svæðið í myrkri og fólk þurfi að passa sig. Þá segir hann að sækja hafi þurft nokkra sem hafi orðið uppgefnir. Ekki marga þó. Ingólfur segist hafa séð fólk leggja af stað seint í gærkvöldi með lítil börn og illa undirbúið. Hér má sjá viðtal við þá Ingólf og Jakob. Andri Snær Magnason var við eldgosið í morgun og sagði það vera ótrúlega fallegt. Þetta væri eins og bernskudraumur og hann hafði verið „starstruck“. Hann sagðist hafa séð bæði gosið í Fimmvörðuhálsi og gosið í Eyjafjallajökli en það væri mikill munur á því hve nálægt hrauninu maður kæmist nú. Hann sagði einnig að fólk þyrfti að passa sig fyrir gönguna. Þetta væri ekki sunnudagsgöngutúr. Vel á annað hundrað bíla eru þar sem fólk leggur af stað upp á fjallið.Vísir/Lillý Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Útlit er fyrir að hraunflæði hafi aukist í nótt. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Jakob Þór Gíslason úr Björgunarsveitinni Ársæli, hafa staðið vaktina í Geldingadal síðan níu í gærkvöldi og segja það hafa gengið vel í samtali við fréttastofu nú í morgunsárið. Ingólfur segir margt fólk hafa lagt leið sína í Geldingadal og það hafi verið misvel búið. Hann segir að margir hefði mátt búa sig betur undir ferðina. Þá hafi margir gefist upp á leiðinni. Jakob segir marga hafa lagt seint af stað. Erfitt sé að ganga um svæðið í myrkri og fólk þurfi að passa sig. Þá segir hann að sækja hafi þurft nokkra sem hafi orðið uppgefnir. Ekki marga þó. Ingólfur segist hafa séð fólk leggja af stað seint í gærkvöldi með lítil börn og illa undirbúið. Hér má sjá viðtal við þá Ingólf og Jakob. Andri Snær Magnason var við eldgosið í morgun og sagði það vera ótrúlega fallegt. Þetta væri eins og bernskudraumur og hann hafði verið „starstruck“. Hann sagðist hafa séð bæði gosið í Fimmvörðuhálsi og gosið í Eyjafjallajökli en það væri mikill munur á því hve nálægt hrauninu maður kæmist nú. Hann sagði einnig að fólk þyrfti að passa sig fyrir gönguna. Þetta væri ekki sunnudagsgöngutúr. Vel á annað hundrað bíla eru þar sem fólk leggur af stað upp á fjallið.Vísir/Lillý
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira