Börsungar fengu Sifrin í heimsókn og er óhætt að fjalla um leikinn sem leik kattarins að músinni því Barcelona lék sér að gestunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Eftir að hafa leitt leikinn með ellefu mörkum í hálfleik, 25-14, vann Barcelona að lokum tuttugu marka sigur, 44-24.
Aron Pálmarsson skoraði tvö marka Börsunga en markahæstir voru Ludovic Fabregas og Alex Pascual með sex mörk hvor.