Ólympíuleikarnir, sem áttu að fara fram síðastliðið sumar, eiga að hefjast þann 23.júlí og Ólympíuleikar fatlaðra mánuði seinna, þann 24.ágúst.
Skipuleggjendur hafa nú ákveðið að leyfa ekki áhorfendur frá öðrum löndum að koma á leikana, en þeir sem hafa nú þegar keypt miða fái þá endurgreidda.
Leikarnir áttu að fara fram seinasta sumar, en ákvörðun var tekin um að fresta þeim um eitt ár vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem Ólympíuleikunum var frestað, en yfir 11.000 íþróttamenn frá í kringum 200 löndum voru þá á fullu að undirbúa sig fyrir leikana.
International spectators will not be allowed into Japan for this summer's Olympics, the Tokyo 2020 Organizing Committee sayshttps://t.co/TIhNZu3MOS
— CNN Breaking News (@cnnbrk) March 20, 2021