Samfylkingin og heimilin Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 19:01 Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar