Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 18:39 Konan fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný. Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Stórbætt vöktun hjá Veðurstofunni síðustu ár Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Sjá meira
Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Stórbætt vöktun hjá Veðurstofunni síðustu ár Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30