„Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 17:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Sverre Andreas Jakobsson voru í fimmta og fjórða sæti hjá Ásgeiri Erni. Skjámynd/S2 Sport Haukagoðsögnin og silfurdrengurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson valdi þá fimm erfiðustu og leiðinlegustu sem hann mætti á handbolaferlinum af þeim sem eru núna að þjálfa í Olís deildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk smá heimavinnu fyrir Seinni bylgjuna í gær en nú var komið að gamla landsliðsmanninum að henda upp topp fimm lista. „Ég tók þjálfarana í deildinni og henti í topp fimm lista yfir þá af þeim sem mér fannst erfiðast og leiðinlegast að spila á móti,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er enginn heilagur listi þannig lagað en ég tók svolítið mið af þessu tímabili áður en ég fór út eða frá 2000 til 2005. Ég var mikið að miða við það,“ sagði Ásgeir Örn. Hann byrjaði á því að setja Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, í fimmta sætið. Þeir spiluðu ekki saman hér heima en voru saman í atvinnumennsku. „Í fimmta sæti er Snorri sjálfur. Þá var hann búinn að vera á miðjunni í Valsliðinu og var örugglega búinn að spila einhver tvö tímabil áður en ég byrja að spila á móti honum í meistaraflokki. Hann var geggjaður stjórnandi,“ sagði Ásgeir og freistaðist til að skjóta aðeins á sinn gamla liðsfélaga í landsliðinu. „Hann tók stjórnina í liðinu en hann var fyrstu árin sín að spila með þessum risanöfnum eins og Geira [Geir Sveinsson] og Júlla [Júlíus Jónasson], Valdi [Valdimar Grímsson] var þarna og Rolo [Roland Eradze] var í markinu. Svo var hann þarna pínulítill tittur með einhverja Noel Gallagher klippingu á miðjunni að reyna að stýra þessu sem hann gerði frábærlega. Svo inn á milli komu þessu undirhandarskot frá honum upp í vinklana,“ sagði Ásgeir. „Það var erfitt að spila við hann en ekki beint leiðinlegt og aðallega vara skemmtilegt. Maður sá strax að þarna voru gæði í gangi,“ sagði Ásgeir en voru þeir ekkert að kýta þarna í gamla daga. „Nei ekki mikið. Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig þarna í byrjun,“ sagði Ásgeir en hér fyrir neðan má sjá hverja hann valdi síðan í fjögur efstu sætin hjá sér. Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi frá Ásgeiri Erni Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk smá heimavinnu fyrir Seinni bylgjuna í gær en nú var komið að gamla landsliðsmanninum að henda upp topp fimm lista. „Ég tók þjálfarana í deildinni og henti í topp fimm lista yfir þá af þeim sem mér fannst erfiðast og leiðinlegast að spila á móti,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er enginn heilagur listi þannig lagað en ég tók svolítið mið af þessu tímabili áður en ég fór út eða frá 2000 til 2005. Ég var mikið að miða við það,“ sagði Ásgeir Örn. Hann byrjaði á því að setja Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, í fimmta sætið. Þeir spiluðu ekki saman hér heima en voru saman í atvinnumennsku. „Í fimmta sæti er Snorri sjálfur. Þá var hann búinn að vera á miðjunni í Valsliðinu og var örugglega búinn að spila einhver tvö tímabil áður en ég byrja að spila á móti honum í meistaraflokki. Hann var geggjaður stjórnandi,“ sagði Ásgeir og freistaðist til að skjóta aðeins á sinn gamla liðsfélaga í landsliðinu. „Hann tók stjórnina í liðinu en hann var fyrstu árin sín að spila með þessum risanöfnum eins og Geira [Geir Sveinsson] og Júlla [Júlíus Jónasson], Valdi [Valdimar Grímsson] var þarna og Rolo [Roland Eradze] var í markinu. Svo var hann þarna pínulítill tittur með einhverja Noel Gallagher klippingu á miðjunni að reyna að stýra þessu sem hann gerði frábærlega. Svo inn á milli komu þessu undirhandarskot frá honum upp í vinklana,“ sagði Ásgeir. „Það var erfitt að spila við hann en ekki beint leiðinlegt og aðallega vara skemmtilegt. Maður sá strax að þarna voru gæði í gangi,“ sagði Ásgeir en voru þeir ekkert að kýta þarna í gamla daga. „Nei ekki mikið. Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig þarna í byrjun,“ sagði Ásgeir en hér fyrir neðan má sjá hverja hann valdi síðan í fjögur efstu sætin hjá sér. Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi frá Ásgeiri Erni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira