Áskorun til stjórnvalda Vilhjálmur Birgisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun. Hins vegar liggur fyrir að þessi heimild heimilanna til að ráðstafa séreign sinni skattfrjálst inn á húsnæðislán sín rennur út í júní næstkomandi og ekki hefur heyrst frá stjórnvöldum hvort þau muni framlengja þetta frábæra úrræði fyrir heimilin. Ég skora á stjórnvöld að halda þessu úrræði áfram því eins og áður sagði þá tel ég að besti lífeyrir launafólks sé að eiga skuldlítið eða skuldlaust húsnæði þegar það kemst á eftirlaun. Það gefur fólki möguleika á að selja eign sína og fjárfesta annað hvort í minni og ódýrari eign eða fara í önnur búsetuúrræði sem bjóðast eldra fólki eins og t.d. í gegnum Búseta. Já, húseign launafólks er okkar besti lífeyrir og í því jákvæða vaxtastigi sem við núna loksins búum við þar sem fólk hefur í stríðum straumum komið sér úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar og endurfjármagnað sig með óverðtryggðum húsnæðislánum er frábært að geta notað skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Ég ítreka áskorun mína til stjórnvalda að heimila áframhald á þessu góða úrræði heimilum til hagsbóta! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun. Hins vegar liggur fyrir að þessi heimild heimilanna til að ráðstafa séreign sinni skattfrjálst inn á húsnæðislán sín rennur út í júní næstkomandi og ekki hefur heyrst frá stjórnvöldum hvort þau muni framlengja þetta frábæra úrræði fyrir heimilin. Ég skora á stjórnvöld að halda þessu úrræði áfram því eins og áður sagði þá tel ég að besti lífeyrir launafólks sé að eiga skuldlítið eða skuldlaust húsnæði þegar það kemst á eftirlaun. Það gefur fólki möguleika á að selja eign sína og fjárfesta annað hvort í minni og ódýrari eign eða fara í önnur búsetuúrræði sem bjóðast eldra fólki eins og t.d. í gegnum Búseta. Já, húseign launafólks er okkar besti lífeyrir og í því jákvæða vaxtastigi sem við núna loksins búum við þar sem fólk hefur í stríðum straumum komið sér úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar og endurfjármagnað sig með óverðtryggðum húsnæðislánum er frábært að geta notað skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Ég ítreka áskorun mína til stjórnvalda að heimila áframhald á þessu góða úrræði heimilum til hagsbóta! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar