Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 10:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sjást hér kynna aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu