Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 19:21 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira