„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:30 Það hefur verið tiltölulega rólegt á Reykjanesskaganum í nótt þótt mörg hundruð skjálftar hafi engu að síður mælst. Aðeins þrír þeirra hafa verið yfir þremur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira