Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:20 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um stöðu þeirra sem hafa verið lengi atvinnulausir og krafði stjórnvöld um aðgerðir. Stöð 2/Sigurjón Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira