Kraftar menntunar leysast úr læðingi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:30 Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun