Selfoss með óvæntan sigur á Stjörnunni, létt hjá Val ásamt öðrum úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 18:15 Tokic skoraði tvö mörk er Selfoss vann óvæntan sigur í dag. Selfoss Þremur leikjum til viðbótar í Lengjubikar karla er nú lokið. Selfoss vann Stjörnuna 2-1, Valur vann HK 3-0, ÍBV vann Fjölni í Grafarvoginum. Í kvennaflokki gerðu Þróttur Reykjavík og ÍBV 2-2 jafntefli. Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira