Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 10:42 Viðskipti Samherja í Namibíu hafa verið til náinnar skoðunnar undanfarin misseri. RÚV fullyrti í gær að skattrannsókn væri hafin í Færeyjum í tengslum við málið en Samherji neitar því. Vísir/Egill Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum. Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum.
Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira