Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 14:10 Stuðningsmaður Alexe Navalní heldur á mynd af honum. Navalní var dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm þegar dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn á meðan hann lá á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum í Rússlandi. Vísir/EPA Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar einn lögmanna Navalní ætlaði að hitta hann í fangelsi í Vladímír-héraði í dag var honum sagt að skjólstæðingur sinn hefði verið fluttur annað. „Fangelsið sagði að hann væri ekki þar og ekkert meira,“ segir Vadim Kobzev, einn lögmanna Navalní, við Reuters-fréttastofuna. Navalní hafi verið við góða heilsu daginn áður þegar annar lögmaður heimsótti hann í fangelsið. Fangelsismálastofnun Rússlands vildi ekki gefa upp hvar Navalní væri haldið og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. TASS-ríkisfréttastofan sagði frá því á sínum tíma að Navalní hefði verið fluttur úr fangelsi í Moskvu í annað fangelsið í Vladímír þar sem hann yrði í sóttkví í síðasta mánuði. Síðan stæði til að flytja hann í IK-2-fanganýlenduna sem einnig er í Vladímír-héraði. Navalní var fangelsaður við komuna til Rússlands frá Þýskalandi í janúar. Hann hafði verið í Berlín um nokkurra mánaða skeið eftir að hann var fluttur þangað á sjúkrahús þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld sökuðu Navalní um að hafa brotið gegn reynslulausn sem hann hlaut vegna annars fangelsisdóms með því að hafa ekki látið vita af sér á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa látið eitra fyrir sér en stjórnvöld í Kreml neita því. Vestræn ríki telja fangelsun Navalní nú eiga sér pólitískar rætur og hafa krafist þess að hann verði látinn laus. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lagt refsiaðgerðir á Rússa vegna þess. Fjöldi andstæðinga Pútín Rússlandsforseta, andófsfólks og blaðamanna hefur verið myrtur, fangelsaður eða látist við grunsamlegar aðstæður á undanförnum árum og áratugum. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Þegar einn lögmanna Navalní ætlaði að hitta hann í fangelsi í Vladímír-héraði í dag var honum sagt að skjólstæðingur sinn hefði verið fluttur annað. „Fangelsið sagði að hann væri ekki þar og ekkert meira,“ segir Vadim Kobzev, einn lögmanna Navalní, við Reuters-fréttastofuna. Navalní hafi verið við góða heilsu daginn áður þegar annar lögmaður heimsótti hann í fangelsið. Fangelsismálastofnun Rússlands vildi ekki gefa upp hvar Navalní væri haldið og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. TASS-ríkisfréttastofan sagði frá því á sínum tíma að Navalní hefði verið fluttur úr fangelsi í Moskvu í annað fangelsið í Vladímír þar sem hann yrði í sóttkví í síðasta mánuði. Síðan stæði til að flytja hann í IK-2-fanganýlenduna sem einnig er í Vladímír-héraði. Navalní var fangelsaður við komuna til Rússlands frá Þýskalandi í janúar. Hann hafði verið í Berlín um nokkurra mánaða skeið eftir að hann var fluttur þangað á sjúkrahús þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld sökuðu Navalní um að hafa brotið gegn reynslulausn sem hann hlaut vegna annars fangelsisdóms með því að hafa ekki látið vita af sér á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa látið eitra fyrir sér en stjórnvöld í Kreml neita því. Vestræn ríki telja fangelsun Navalní nú eiga sér pólitískar rætur og hafa krafist þess að hann verði látinn laus. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lagt refsiaðgerðir á Rússa vegna þess. Fjöldi andstæðinga Pútín Rússlandsforseta, andófsfólks og blaðamanna hefur verið myrtur, fangelsaður eða látist við grunsamlegar aðstæður á undanförnum árum og áratugum.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29
Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21