Markalaust í Jórvíkurskíri Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2021 14:23 Hart var barist í dag. Lindsey Parnaby/PA Images Chelsea stýrði ferðinni og átti nokkur góð skotfæri í fyrri hálfleiknum. Markvörðurinn Illian Meisler var þó vel á verði og varði vel. Tyler Roberts komst þó næst því að koma Leeds yfir er Mendy blakaði skoti hans í slá og yfir markið en skotið var ansi skemmtilegt. Leeds átti einungis þetta skot á mark Chelsea í fyrri hálfleik en það er það minnsta í háa herrans tíð hjá lærisveinum Marcelo Bielsa. Það voru ekki einu slæmu fréttirnar hjá Leeds því aðal markaskorari þeirra, Patrick Bamford, fór einnig meiddur af velli á 40. mínútu en staðan markalaus í hálfleik. Bæði lið fengu sín tækifæri til þess að trygja sér sigurinn í síðari hálfleik og það voru heimamenn í Leeds sem fengu hættulegustu færin. Allt kom fyrir ekki og lokatölur 0-0. ⛔️ A tale of two goalkeepers at Elland Road ⛔️#LEECHE pic.twitter.com/BSAgGesMsz— Premier League (@premierleague) March 13, 2021 Chelsea er því enn taplaust undir stjórn Tuchels en liðið er í fjórða sætinu með 51 stig. Leeds er í ellefta sætinu með 36 stig. Enski boltinn
Chelsea stýrði ferðinni og átti nokkur góð skotfæri í fyrri hálfleiknum. Markvörðurinn Illian Meisler var þó vel á verði og varði vel. Tyler Roberts komst þó næst því að koma Leeds yfir er Mendy blakaði skoti hans í slá og yfir markið en skotið var ansi skemmtilegt. Leeds átti einungis þetta skot á mark Chelsea í fyrri hálfleik en það er það minnsta í háa herrans tíð hjá lærisveinum Marcelo Bielsa. Það voru ekki einu slæmu fréttirnar hjá Leeds því aðal markaskorari þeirra, Patrick Bamford, fór einnig meiddur af velli á 40. mínútu en staðan markalaus í hálfleik. Bæði lið fengu sín tækifæri til þess að trygja sér sigurinn í síðari hálfleik og það voru heimamenn í Leeds sem fengu hættulegustu færin. Allt kom fyrir ekki og lokatölur 0-0. ⛔️ A tale of two goalkeepers at Elland Road ⛔️#LEECHE pic.twitter.com/BSAgGesMsz— Premier League (@premierleague) March 13, 2021 Chelsea er því enn taplaust undir stjórn Tuchels en liðið er í fjórða sætinu með 51 stig. Leeds er í ellefta sætinu með 36 stig.