„Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2021 12:02 Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss og stefnir á methlaup í maraþoni eftir rúma viku. Mynd/ÍSÍ Veður hefur sett strik í reikninginn hjá Hlyni Andréssyni sem sett hefur sér það stóra markmið að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar með sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira