Unnur var burðardýr fyrir smyglhring í Hong Kong Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2021 10:30 Unnur Guðjónsdóttir hefur verið með ferðir til Kína í yfir fjörutíu ár. Unnur Guðjónsdóttir er mikil ævintýrakona en hún er landsþekkt fyrir ferðir sínar með hópa Íslendinga til Kína í yfir fjörutíu ár sem hafa slegið í gegn. Svo hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengd Kína. Og í Kína lenti hún einnig í ýmsum ævintýrum. Gerðist til dæmis smyglari fyrir smyglhring í Hong Kong. Unnur þurfti stundum að múta lögreglunni og það oftar en einu sinni. Unnur segist kannski muni verða stoppuð ef hún ætlar aftur til Kína vegna þessara uppljóstrana. Vala Matt hitti Unni í íbúð hennar við Njálsgötu en hún hefur innréttað hana í kínverskum stíl. Vala fékk að heyra af hennar lygilegu ævintýrum og fékk einnig að skoða flotta heimilið en Unnur er nýorðin áttræð. „Ég hafði ekkert á móti því þegar ég var spurð hvort ég gæti farið í einn túr og spurði hvað ég myndi nú fá fyrir það. Ég tók það því að mér að fara til Suður-Kóreu og þaðan til Japan. Ég hef ekki hugmynd hvað var í töskunum og ég þurfti ekki einu sinni að bera þær. Það voru burðarmenn á flugvellinum, ég var svo flott klædd að það datt engum í hug að láta þessa fínu konu vera burðast með þetta,“ segir Unnur og heldur áfram. „Ég sá aðeins í töskurnar og þá sá ég bara glæsilegan fatnað en annars hef ég ekki hugmynd hvað var í töskunum. Eitthvað hefur það verið og mjög dýrmætt því það borgaði að senda mig til tveggja landa og með eftirlitskonu í eftirdraginu allan tímann. Ég fékk mjög vel borgað en þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið út í smyglbransann en hann var mjög gefandi,“ segir Unnur og hlær en hér að neðan má sjá innslagið í heild um hana. Ísland í dag Íslendingar erlendis Kína Hong Kong Ferðalög Smygl Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Svo hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengd Kína. Og í Kína lenti hún einnig í ýmsum ævintýrum. Gerðist til dæmis smyglari fyrir smyglhring í Hong Kong. Unnur þurfti stundum að múta lögreglunni og það oftar en einu sinni. Unnur segist kannski muni verða stoppuð ef hún ætlar aftur til Kína vegna þessara uppljóstrana. Vala Matt hitti Unni í íbúð hennar við Njálsgötu en hún hefur innréttað hana í kínverskum stíl. Vala fékk að heyra af hennar lygilegu ævintýrum og fékk einnig að skoða flotta heimilið en Unnur er nýorðin áttræð. „Ég hafði ekkert á móti því þegar ég var spurð hvort ég gæti farið í einn túr og spurði hvað ég myndi nú fá fyrir það. Ég tók það því að mér að fara til Suður-Kóreu og þaðan til Japan. Ég hef ekki hugmynd hvað var í töskunum og ég þurfti ekki einu sinni að bera þær. Það voru burðarmenn á flugvellinum, ég var svo flott klædd að það datt engum í hug að láta þessa fínu konu vera burðast með þetta,“ segir Unnur og heldur áfram. „Ég sá aðeins í töskurnar og þá sá ég bara glæsilegan fatnað en annars hef ég ekki hugmynd hvað var í töskunum. Eitthvað hefur það verið og mjög dýrmætt því það borgaði að senda mig til tveggja landa og með eftirlitskonu í eftirdraginu allan tímann. Ég fékk mjög vel borgað en þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið út í smyglbransann en hann var mjög gefandi,“ segir Unnur og hlær en hér að neðan má sjá innslagið í heild um hana.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Kína Hong Kong Ferðalög Smygl Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira