Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:39 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“ Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“
Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41