Rússar hægja á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 23:29 Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt að Twitter í símum notenda. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir. Rússland Twitter Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir.
Rússland Twitter Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira