Markasúpa er City komst aftur á beinu brautina Anton Ingi Leifsson skrifar 10. mars 2021 19:54 Foden lagði upp tvö mörk í kvöld og De Bruyne skoraði eitt. Gareth Copley/Getty Manchester City skoraði fimm mörk er Southampton kom í heimsókn á Etihad leikvanginn í kvöld. Lokatölur urðu 5-2 en Southampton hefur þar af leiðandi fengið á sig þrettán mörk í borginni Manchester á leiktíðinni. Kevin De Bruyne skoraði fyrsta markið á fimmtándu mínútu eftir góða sókn en James Ward-Prowse jafnaði metin úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Aymeric Laporte var dæmdur brotlegur. Riyad Mahrez kom City aftur yfir á 40. mínútu með góðu marki og Ilkay Gundogan bætti við þriðja markinu á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Riyad Mahrez's game by numbers vs. Southampton:88% pass accuracy45 touches4 touches in the opp. box3/6 take-ons completed3 shots2 shots on target2 goalsSo, so good. 🤤 pic.twitter.com/cnh4V5EWTy— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 City menn voru ekki hættir. Riyad Mahrez bætti við fjórða markinu á 55. mínútu en innan við mínútu síðar minnkaði Che Adams muninn. Þriðja markið á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleiks kom svo á 59. mínútu er De Bruyne skoraði fimmta mark City eftir laglegan klobba og skot sem Alex McCarthy réð ekki við. Lokatölur 5-2. City er því aftur komið á sigurbraut eftir tapið gegn grönnunum í United um helgina. City er með fjórtán stiga forystu á man. United sem á þó leik til góða en Southampton er í fjórtánda sætinu með 33 stig. Goals galore as Man City pick up the points from an entertaining encounter#MCISOU pic.twitter.com/EBoaMag1ve— Premier League (@premierleague) March 10, 2021 Enski boltinn
Manchester City skoraði fimm mörk er Southampton kom í heimsókn á Etihad leikvanginn í kvöld. Lokatölur urðu 5-2 en Southampton hefur þar af leiðandi fengið á sig þrettán mörk í borginni Manchester á leiktíðinni. Kevin De Bruyne skoraði fyrsta markið á fimmtándu mínútu eftir góða sókn en James Ward-Prowse jafnaði metin úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Aymeric Laporte var dæmdur brotlegur. Riyad Mahrez kom City aftur yfir á 40. mínútu með góðu marki og Ilkay Gundogan bætti við þriðja markinu á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Riyad Mahrez's game by numbers vs. Southampton:88% pass accuracy45 touches4 touches in the opp. box3/6 take-ons completed3 shots2 shots on target2 goalsSo, so good. 🤤 pic.twitter.com/cnh4V5EWTy— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 City menn voru ekki hættir. Riyad Mahrez bætti við fjórða markinu á 55. mínútu en innan við mínútu síðar minnkaði Che Adams muninn. Þriðja markið á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleiks kom svo á 59. mínútu er De Bruyne skoraði fimmta mark City eftir laglegan klobba og skot sem Alex McCarthy réð ekki við. Lokatölur 5-2. City er því aftur komið á sigurbraut eftir tapið gegn grönnunum í United um helgina. City er með fjórtán stiga forystu á man. United sem á þó leik til góða en Southampton er í fjórtánda sætinu með 33 stig. Goals galore as Man City pick up the points from an entertaining encounter#MCISOU pic.twitter.com/EBoaMag1ve— Premier League (@premierleague) March 10, 2021