Marka­­súpa er City komst aftur á beinu brautina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Foden lagði upp tvö mörk í kvöld og De Bruyne skoraði eitt.
Foden lagði upp tvö mörk í kvöld og De Bruyne skoraði eitt. Gareth Copley/Getty

Manchester City skoraði fimm mörk er Southampton kom í heimsókn á Etihad leikvanginn í kvöld. Lokatölur urðu 5-2 en Southampton hefur þar af leiðandi fengið á sig þrettán mörk í borginni Manchester á leiktíðinni.

Kevin De Bruyne skoraði fyrsta markið á fimmtándu mínútu eftir góða sókn en James Ward-Prowse jafnaði metin úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Aymeric Laporte var dæmdur brotlegur.

Riyad Mahrez kom City aftur yfir á 40. mínútu með góðu marki og Ilkay Gundogan bætti við þriðja markinu á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.

City menn voru ekki hættir. Riyad Mahrez bætti við fjórða markinu á 55. mínútu en innan við mínútu síðar minnkaði Che Adams muninn.

Þriðja markið á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleiks kom svo á 59. mínútu er De Bruyne skoraði fimmta mark City eftir laglegan klobba og skot sem Alex McCarthy réð ekki við. Lokatölur 5-2.

City er því aftur komið á sigurbraut eftir tapið gegn grönnunum í United um helgina. City er með fjórtán stiga forystu á man. United sem á þó leik til góða en Southampton er í fjórtánda sætinu með 33 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira