Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 21:25 Árleg tölvusneiðmyndarannsókn einstaklinga í áhættuhópum getur minnkað dánartíðni af völdu krabbameinsins um 20 til 25 prósent. Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira