„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 17:19 Að sögn Kára vinnur deCODE enn hörðum höndum að því að raðgreina þá veiru sem greinist hér. Vísir/Vilhelm „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira