„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 17:19 Að sögn Kára vinnur deCODE enn hörðum höndum að því að raðgreina þá veiru sem greinist hér. Vísir/Vilhelm „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira