Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 12:01 Virknin í morgun var í grennd við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17
Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54