Hvar er besta ávöxtunin í dag? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 08:02 „Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun