Ógildir dóm yfir Lula sem gerir honum kleift að bjóða sig fram á ný Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 07:37 Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. Getty/Pedro Vilela Dómari í Brasilíu hefur ógilt dóm yfir Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, sem hann hlaut vegna spillingar. Niðurstaðan gerir það að verkum að Lula gæti boðið sig fram að nýju í forsetakosningunum 2022. Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið. Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið.
Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18