Jarðhræringar á Reykjanesi: Kvikan á um eins kílómetra dýpi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 18:30 Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi frá því á miðnætti en sérfræðingar telja þó jarðskjálftavirknina ekki í rénun. Kvikan sem ferðast á milli í kvikuganginum sem hefur myndast við Fagradalsfjall er að mati sérfræðinga á um eins kílómetra dýpi. Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira