Samhengi sóttvarna og jarðhræringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 20:30 Frá bólusetningu við covid-19 í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira