Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 20:01 Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira