Að vera vitur eftir á Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar 7. mars 2021 13:30 Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar