Fimm hlaup búin og sjö eftir Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:57 Bjartur Norðfjörð verður hálfnaður með áskorunina rétt eftir miðnætti. Vísir/Vilhelm Bjartur Norðfjörð hefur nú hlaupið rúma sex kílómetra fimm sinnum frá því klukkan fjögur í nótt og á eftir að hlaupa sjö sinnum til viðbótar. Sjálfur segist hann vera nokkuð góður eins og er, en mesta áskorunin sé að koma sér aftur af stað í næsta hlaup. Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira