Fimm hlaup búin og sjö eftir Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:57 Bjartur Norðfjörð verður hálfnaður með áskorunina rétt eftir miðnætti. Vísir/Vilhelm Bjartur Norðfjörð hefur nú hlaupið rúma sex kílómetra fimm sinnum frá því klukkan fjögur í nótt og á eftir að hlaupa sjö sinnum til viðbótar. Sjálfur segist hann vera nokkuð góður eins og er, en mesta áskorunin sé að koma sér aftur af stað í næsta hlaup. Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira