Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 20:08 Skíðafólk getur nú fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Vísir/Vilhelm Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. „Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“ Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“
Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira