Búin að prjóna sjötíu lopapeysur á Flúðum í Covid Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 19:33 Hann Lára Bjarnadóttir á Flúðum við hluta af lopapeysunum, sem hún hefur prjónað í Covid, eða um 70 peysur frá því að Covid kom fyrst upp á Íslandi. Peysurnar selur hún heima hjá sér þeim, sem vilja kaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona. Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira