Allt gert til að verjast alvarlegum hrossasjúkdómi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 12:44 Íslenski hrossastofninn nær vonandi að verja sig fyrir þessum alvarlega sjúkdómi, sem geisar nú í Evrópu. Fjöldi hrossa hefur drepist þar og mörg eru mjög alvarlega veik. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum. Allt verður gert til að verjast því að sjúkdómurinn, sem er herpesveira, berist til Íslands. Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður. Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður.
Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira